Einfalt ráð til að sofna á 5 mínútum

Það eru mjög margir sem eiga erfitt með svefn og þegar koma fram nýjar leiðir til að sofna auðveldlega, er um að gera að kynna sér þær. Samkvæmt Centers for Disease Control and Prevention er talið að um 30% fullorðinna séu ekki að fá nægan svefn, en skortur á svefn getur leitt til allskonar sjúkdóma eins og til dæmis krabbameins.

Sjá einnig: Meðgangan – Svefntruflanir

Nú gengur manna á milli á Tik Tok, ráð fyrir fólk sem getur ekki sofnað auðveldlega á kvöldin. Það er mjög einfalt og margir segja það hafa bjargað svefninum þeirra. Notandi með nafnið Psychologee setti inn myndband um þessa aðferð og hefur verið líkað við myndbandið rúmlega milljón sinnum.

Aðferðin er einföld. Þú átt að leggjast út af og telja upp í huganum handahófskennda hluti eins ótengda hvor öðrum og hægt er: Dæmi: Hundur, dekk, sól, prestur, karl, skógur.

Þetta á að svæfa mann mjög fljótt, við erum spenntar að prófa þetta.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here