Einföld og fljótleg súkkulaðikaka

Á heimasíðunni Allskonar er að finna mjög margar góðar uppskriftir og við rákumst á þessa þarna inni. 

Súkkulaðikaka

  • 110gr smjör
  • 100 gr sykur
  • 70 gr dökkur púðursykur
  • 125 gr dökkt súkkulaði
  • 1 msk sýróp
  • 2 egg
  • 1 tsk vanilludropar
  • 110 gr hveiti
  • 1/2 tsk lyftiduft
  • 3 msk kakóduft

Undirbúningur: 15 mínútur

Baksturstími: 25 mínútur

Hitaðu ofninn í 180°C.

Smurðu að innan 20-23cm form.

Settu í pott; smjör, sykur, púðursykur, súkklaði og sýróp og bræddu allt saman yfir lágum hita. Passaðu vel að brenni ekki við, hrærðu annaðslagið í. Þegar blandan er orðin mjúk og glansandi slekkurðu undir pottinum og tekur af hellunni.

Þeyttu eggin í stórri skál þar til þau eru létt. Bættu þá við vanilludropunum, hveiti, lyftidufti og kakódufti. Hrærðu vel saman.
Helltu nú út í skálina súkkulaðiblöndunni úr pottinum og hrærðu vel saman.

Settu í bökunarformið og bakaðu í miðjum ofni í 25-30 mínútur.
Í kökuna geturðu sett hnetur eða súkkulaðibita, þurrkaða ávexti eða hvað sem er sem þér finnst gott.

Frábært að bera fram með grískri jógúrt, ís eða þeyttum rjóma og smá ferskum ávöxtum.

Endilega smellið einu like-i á

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here