Eins og stjörnurnar í Hollywood

Ég er með kenningu, um að það sé Hollywood stjarna í hjarta okkar allra. Ég meina, hver vill ekki sjá nafnið sitt uppljómað?

Þegar ég sá þessi skilti á útsölu í Rúmfatalagernum (á 99 kr) að þá varð ég að kaupa þau. Ekki vegna þess að mér fannst svo flott hvað stóð á þeim (ok, mér fannst það líka virkilega flott) en aðallega vegna þess að ég vissi nákvæmlega hvað ég ætlaði að gera úr þeim.

Þannig að eftir að ég var búin að kaupa skiltin að þá fór ég yfir í Tiger (heppin ég að þessar búðir er á sama stað hérna á Akureyri) og keypti 2 LED 20 ljósa seríur, svo keypti ég þessa lista í Byko en málninguna og stafina átti ég. Ég byrjaði á því að pússa textann af og mála allt skiltið svart. Svo fór ég einu sinni létt yfir framhliðina á skiltinu með hvítu, en passaði mig á því að þekja ekki svarta litinn. Ég mældi og tók listana í sundur og málaði þá og stafina svarta. Svo notaði ég trélim til að líma allt niður. Svo mældi ég út og boraði 20 göt í rammann á skiltinu fyrir ljósin, stakk þeim í gegn og festi með límbyssunni minni aftan á skiltinu, límdi líka batteríspakkann aftan á skiltið. Og þú ert komin með þitt eigið ljósaskilti :0)

 

SHARE