Einstaklega notalegur staður í hjarta borgarinnar

Ég kíkti á dögunum á Gunnstein Helga og félaga á Burro og Pablo Discobar í hjarta miðborgarinnar, við Ingólfstorg. Ég var mætt uppúr hádegi og þó að nokkrir klukkutímar væru enn til opnunar, var allt komið á fullu við undirbúning fyrir kvöldið.

Burro 05186

Það fyrsta sem ég tók eftir var litskrúðugt, litríkt og hlýlegt teppi á gólfum, sem ég seinna fékk að vita að koma beinustu leið frá Mexíkó.

„Fólk elskar „latínó“mat“

Staðurinn er á tveimur hæðum, matsölustaðurinn er á neðri hæðinni og svo er skemmtistaðurinn Pablo Discobar á efri hæðinni. „Við opnuðum á Airwaves, þann 4. nóvember og í raun auglýstum mjög lítið. Það hefur verið nóg að gera síðan þá en orðspor staðarins hefur bara farið manna á milli,“ segir Gunnsteinn þegar við setjumst niður með kaffibolla.

Gunnsteinn segir að hugmyndin um Burro hafi verið lengi í bígerð en staðurinn er Mið- og Suður Amerískur: „Þetta er ákveðin stemning. Fólk elskar „latínó“mat en margir hugsa bara um burrito og nachos í því samhengi. Matseðillinn okkar er hinsvegar miklu meira en það. Við erum með mat frá Perú, Argentínu, Kúbu og Mexíkó.“ Gunnsteinn bætir við að svona staðir séu með þeim allra vinsælustu í heiminum í dag.

Burro 05197

Burro 05169

 

Vegan matseðillinn mjög vinsæll

Matseðillinn er uppsettur þannig að það er auðvelt að deila með öðrum. „Fólk getur komið og pantað nokkra rétti og þeir koma á borðið um leið og þeir eru tilbúnir,“ segir Gunnsteinn og bætir við að ætlunin sé að hafa notalega og heimilislega stemningu við borðhaldið.

 

Burro hopmatsedill 2016jpg

 

„Við erum líka með rétti sem eru fyrir allt borðið og þá er nóg fyrir alla og þá verður til ákveðin partístemning,“ segir Gunnsteinn.

Burro er með sérstakan vegan matseðil sem hefur verið mjög vinsæll en Gunnsteinn segir að fólki sem sé vegan sé alltaf að fjölga. „Okkur fannst bara gott að geta sinnt þessum hóp og það geta allir fengið eitthvað að borða hjá okkur.“

 

Glæsileg hönnun

Báðir staðirnir eru svakalega skemmtilega hannaðir og Gunnsteinn segir mér að Hálfdán Petersen, Dáni, hafi hannað báða staðina. „Dáni lærði úti í Los Angeles og hefur hannað nokkra staði eins og til dæmis Kex, Dill, Snaps og fékk nýverið verðlaun fyrir hönnun sína á Geysisbúðunum,“ segir Gunnsteinn. Hann segir jafnframt að allt inni á Burro og Pablo Discobar hafi verið innflutt. Allt frá veggfóðri til vaska á böðum er flutt inn frá Perú, Mexíkó og París.

Burro 05167

 

Loftljósin sem sjá má á þessum myndum eru búin til úr ávöxtum frá Dóminíska Lýðveldinu. Skafið er innan úr honum og hann svo þurrkaður og skorið fallegt mynstur í hann. „Þau voru sérsmíðuð fyrir okkur í Dóminíska Lýðveldinu og þau eru merkt Burro,“ segir Gunnsteinn.

 

Burro 05174

 

Pablo Discobar fjölsóttur með eindæmum

Gunnsteinn segir að mikið hafi verið að gera á skemmtistaðnum frá byrjun. Aðspurður um hver ástæða vinsældanna sé segir hann: „Það má örugglega reikna með að það sé að hluta til vegna þess að við teljum inn á staðinn. Það fá bara að vera 100 manns inni á hverjum tíma á efri hæðinni, hvorki fleiri né færri. Það verður til þess að það er alltaf þægilegt inni á staðnum og allir hafa sitt olnbogarými.“ Gunnsteinn bætir því við að kokteilarnir á Pablo séu mjög einstakir og stemningin er einstök og á sér enga hliðstæðu á Íslandi.

Gestirnir kunna að meta þetta fyrirkomulag að sögn Gunnsteins en hann segir að það geti verið erfitt fyrir þá sem þurfa að bíða í röð.

Burro 05191

Matargestir sem fá sér að snæða niðri á Burro hafa forgang um að komast inn á Pablo. Það er því kjörið fyrir vinahópa og vinnufélaga að skella sér á Burro og svo beint upp á Pablo á tjúttið.

Burro 05193

Burro 05189

Opnunartími staðanna er:

Happy hour á Pablo Discobar alla daga 16:00 – 18:00

Pablo er opinn til 01:00 á virkum dögum en 03:00 um helgar

Burro er opið frá 17:00 alla daga, 23:00 á virkum dögum og 24:00 um helgar.

SHARE