Ekki alveg rétti bolurinn fyrir myndatöku á leikskólanum

Móðir nokkur, Paige, sagði frá því á samfélagsmiðlum að hún hafi heldur betur klúðrað málum þegar dóttir hennar fór í myndatöku á leikskólanum.

Paige sagði á TikTok: “Ef þér hefur einhvern tímann fundist þú vera slæm móðir, þá geturðu huggað þig við það að þú hafir EKKI gleymt myndatökudeginum á leikskólanum og sent barnið þitt í óviðeigandi flík í myndatöku.”

Eins og sjá má er litla krúttið í bol sem á stendur “Asshole” en í raun og veru stendur “sasshole” á bolnum, sem þýðist yfir á íslensku sem “skvísa”.

Eftir að hún hlóð myndbandi um þetta inn á TikTok hefur hún fengið mikil viðbrögð og myndbandið hefur farið mjög víða. Sumir hafa lýst yfir hneykslan yfir því að barnið ætti svona bol og aðrir hafa séð spaugilegu hliðina á þessu. Hvað finnst ykkur kæru lesendur?

SHARE