Ekki fara að sofa með blautt hárið

Hvers vegna ættir þú ekki að fara að sofa með blautt hárið?

Þig hefur kannski ekki grunað þetta, en það eru virkilega góðar ástæður fyrir því hvers vegna þú ættir aldrei að fara að sofa með blautt hár.

Þó að að þú ákveðir að skella þér í sturtu áður en þú ferð að sofa, er best fyrir þig að annað hvort þurrka hárið þitt almennilega eða sleppa því að þvo það fyrir svefninn.

Sjá einnig: Hvað segir hárið þitt um þig?

april-sleep-on-wet-hair-hero-700x400-1

Sjá einnig: Hvers vegna missum við hár?

Slitnir endar: Kannski skiptir þetta þig engu máli, en þegar þú leggur blauta hárið þitt á koddann, fer það mjög illa með hárið þitt. Það þornar upp, beyglast og brotnar sem er bara ekki gott ef þú vilt halda hárinu þínu heilbrigðu og fallegu.

Sýkingar: Koddinn þinn er tilvalin gróðrastía fyrir bakteríur, þar sem hann sýgur í sig raka, húðfitu og dauðar húðfrumur. Með því að leggja blauta hárið á koddann ertu að búa til partý fyrir bakteríurnar sem getur leitt til sýkingar.

Höfuðverkur: Að fara að sofa með blautt hárið getur meira að segja leitt til höfuðverkjar. Líkami þinn  lækkar hitastig sitt í hitastig herbergisins sem þú sefur í þegar þú ert á fyrsta svefnstiginu. Ef hárið þitt er blautt mun höfuð þitt ekki ná að aðlagast líkamshitanum sem getur leitt til höfuðverkjar.

Sjá einnig: Satt og logið um hár- og húðumhirðu

SHARE