Ekki gefa hvað sem er

Ég er rosalega heppin. Ég á mjög stóra og yndislega fjölskyldu sem er samheldin, og ég á mikið af frábærum vinum. Núna ert þú líklega að hugsa hvert ég sá að fara með þessu, en þú skilur, öllu þessu fólki fylgir mikið af afmælum. Ég veit ekkert skemmtilegra heldur en að gefa heimatilbúna afmælisgjöf, og hérna er ein mjög einföld. Það eina sem þú þarft er krukka, svona A-spýtur (þið vitið, þessar sem læknirinn leggur á tunguna og biður ykkur að segja AAAAAA) og merkjavél eða tússpenna með fínum oddi.

Ég setti nokkar af mínum uppáhalds sálar-upplyftandi setningum á spýturnar, kikti svo aðeins á google frænda og fann fleiri setningar þar. Setti þetta allt á spýturnar, skreytti krukkurnar og gjöfin tilbúin.

Ég fann margar virkilega flottar setningar hjá google frænda en ég held að uppáhaldið mitt sé “ef þú horfir í áttina á birtunni þá sérðu ekki skuggana”.

SHARE