Ekki hanga í símanum – Prófaðu masglasið

Það er ekkert leiðinlegra en að sitja með vinum og fjölskyldu í einhverju boði eða samkvæmi og nánast allir sitja í sínum eigin heimi í símanum sínum. Maður myndi ekki koma með spjaldtölvu eða fartölvu með sér í boð og það sama ætti að gilda fyrir símana.

Ég tók eftir þessari skemmtilegu auglýsingu á netinu frá Víking jólabjór en þarna er verið að minna fólk á að „masa“ meira saman og geyma símana rétt á meðan, en það er búið að skera út í botninn á glasinu svo síminn kemst þar undir og heldur glasinu frá því að detta á hliðina. Í raun ættu svona glös að vera til á hverju heimili.

Ef þig langar að prófa svona glas í kvöld ættirðu að kíkja á Bunk barinn og biðja um Víking jólabjór í masglasi. Góða skemmtun!

[facebook_embedded_post href=”https://www.facebook.com/vikingbrewery/videos/vb.47605300604/10153634653875605/?type=2&theater”]

SHARE