Rannsókn sem var gerð við háskólann í Ohio leiddi í ljós að „röng“ rifrildi hjóna hægja á bata eftir erfiða hjalla í hjónabandinu. Það verður ekki komist hjá skoðanamismun í hjónabandi en það þarf alltaf tvo til og stundum gerir maður eitthvað sem fer í makann sem maður veit ekki einu sinni af sjálfur.
Julie Hanks sem er sálfræðingur og stjórnar Wasatch, fjölskyldumeðferðarstofnuninni benti á að við segjum ýmislegt við eiginmenn okkar sem kynni að skaða hjónabandið. Sem betur fer er hægt að koma í veg fyrir þetta með því að forðast að segja ákveðna hluti.

 

1. „Ég skal sýna þér hvernig þú átt að gera þetta.“

Kannski betra að segja t.d.  „Má ég stinga upp á svolitlu?“ í staðinn fyrir að íja að því að hann geti þetta ekki.

2. „Minn fyrrverandi var nú vanur að gera þetta svona .“

Það getur verið alveg nóg til að særa manninn sem þú elskar að láta hann finna að þú ert enn að hugsa til fyrri sambanda..Hann gæti alveg farið að velta fyrir sér hvort hann sé nógu góður – nema samanburðurinn skili honum sem hetjunni. Líklega alveg best að láta það eiga sig að bera hann saman við fyrri maka

3. „Ef þú elskaðir mig í alvöru myndir þú…….“

Þetta minnir mig bara á konuna úr Little Britain og Mr. Doggy „if you loooove me you´d do it“ Þarna eru eiginmenn leiddir í tilfinningalega gildru.

Þegar þessum frasa er kastað fram getur eiginmanninum fundist hann í algjörri tapstöðu. Og til þess að sanna að hann elski þig verður hann að gefa þér það sem þig langar í jafnvel þó hann langi ekki til þess eða sé ekki samþykkur því. Þó að þetta geti virkað sem skammtímalausn er líklegt að þar komi sögu að hann taki þessum kröfum þínum illa.

4. „Af hverju geturðu ekki verið líkari…….“

Hvort sem þú ert karl eða kona, þetta er aldrei kúl.

5. „Þú hagar þér alveg eins og pabbi þinn.“

„Við berum bæði góðar og slæmar tilfinningar til foreldra okkar,“ sagði Lewter. „Oft eru þessar tilfinningar flóknari en fólk áttar sig á. Þér finnst það deginum ljósara að maðurinn þinn sé að haga sér alveg eins og pabbi hans eða mamma en það er ekki víst að þú áttir þig á hvaða tilfinningar yfirlýsing þín kallar á. “

6. „Þú verður bara að vera ákveðinn.“

Það vill enginn láta konu sína segja sér að „standa sig,“

„Þetta sviftir  manninn einfaldlega karlmennskunni, bætti hún við. Það skaðar sjálfsálit hans og samband ykkar að bera brigður á hugrekki hans og karlmennsku.“

7. „Minn fyrrverandi tók alltaf tillit til mín.“

Ef þú ert eina ferðina enn að bera manninn þinn saman við einhvern annan og lætur hann vita að hann standist ekki samanburð verður það honum ekki hvatning til að  reyna að gera betur.
Svona athugasemdir munu þvert á móti mynda gjá á milli ykkar eða dýpka gjána sem þegar er komin og honum finnst hann geti ekki gert þér til hæfis og þið farið bæði að efast um ágæti ykkar og tilfinningar.

 

SHARE