Ekki skammast þín fyrir nefið þitt

Við höfum flest okkar „komplexa“ þegar kemur að útliti okkar. Nef eru oft eitthvað sem margir agnúast útaf og mjög margar konur virðast vera ósáttar við nef sitt. Hin 19 ára gamla Holly Hopkins fékk sig fullsadda af þessum feluleik og vill ögra þeim staðalímyndum sem eru í gangi. Hún tvítaði: „Það er allt í lagi þó að nefið þitt líti út fyrir að vera „fyrir“ mynd.“

Já og svona í lokin. Hér er mitt nef. Mér hefur alltaf fundist ég vera með nef sem er frekar flatt að ofanverðu, milli augnanna og svo uppbrett neðar. Reyni einmitt ekki að mynda mig svona á hlið, en hér hafið þið það 🙂

SHARE