Við viljum auðvitað öll að börnin okkar séu örugg í bílnum. Nú þegar orðið er kalt úti eru börnin gjarnan í þykkum úlpum eða göllum og þess vegna hefur verið gefin út viðvörun til allra foreldra.

 

Það kann að virðast sem barnið sé tryggilega fest í bílstólinn en ef til þess kæmi að það færi að reyna á beltið myndi það ekki virka sem skyldi.

kids in car seats with coat

Ef barninu er kalt þegar það er komið í bílinn, mæla framleiðendur með því að foreldrar taki barnið frekar úr yfirhöfninni og noti hana sem teppi yfir barnið þegar búið er að smella það í stólinn.

 

 

SHARE