„Ekki vera með magann hangandi út“

Það þarf mikið hugrekki til að fara í ræktina og vinna að heilsunni, vitandi að sumir munu dæma þig. Það hjálpar svo ekki þegar starfsmenn gera lítið úr þér og biðja þig að yfirgefa líkamsræktarstöðin. Hin kanadíska móðir Shelby Rodriguez deildi nýlega myndbandi á samfélagsmiðlinum TikTok, þar sem hún segir frá upplifun sinni í ræktinni. Hún var beðin um að yfirgefa stöðina vegna klæðaburðar en hún hafði verið áminnt um það við komuna í ræktina að það væri ekki leyfilegt að æfa bara í íþróttabrjóstahaldaranum. Starfsmaðurinn hafði hleypt henni inn og beðið hana bara að hafa þetta í huga næst þegar hún kæmi til þess að æfa.

Um 2 milljónir hafa horft á myndbandið sem Shelby setti inn og viðbrögðin voru mjög mikil. Sumar hafa sagt við Shelby að hún sé of dramatísk en hún segir að flestir hafi sent henni stuðningsyfirlýsingar. Shelby segir að starfsmaðurinn hafi sagt að hún „geti ekki bara verið með magann hangandi úti“.

Í þessu myndbandi segir hún nánar frá því hvað henni finnist nákvæmlega vera að þessu atviki.

Hvað finnst ykkur kæru lesendur? Segið okkur endilega ykkar skoðun hér fyrir neðan.

SHARE