Elite keppnin í 4. árið í röð á Íslandi – Sigurvegararnir krýndir í gærkvöldi – Myndband

Úrslit í Elite Model Look voru tilkynnt í gærkvöldi og er þetta 4. árið í röð sem keppnin er haldin hér á landi. Þúsundir stúlkna á aldrinum 14- 22 ára hafa tekið þátt í keppninni og í ár var sú nýbreytni tekin upp að strákar fengu að taka þátt líka.

Við hjá Hún.is mættum að sjálfsögðu á svæðið í gær og fylgdumst spenntar með keppninni en kynnir kvöldsins var Haffi Haff og var að sjálfsögðu hress að vanda. Dómarar keppninnar voru Elínrós Líndal frá Ella Design, Michelangelo Chiacchio frá Elite í London og Kjartan Már Magnússon ljósmyndari.

Sigurvegarar keppninnar heita Berglind Pétursdóttir frá Akureyri og Hafþór Valsson frá Vestmannaeyjum.

SHARE