Ellie Goulding varð brjáluð á góðgerðarsamkomu

Ellie Goulding (29) varð alveg brjáluð fyrir að hafa verið vísað úr VIP svæði á virðulegu góðgerðarkvöldi fyrir dýr í útrýmingarhættu eða Animal Ball. Ellie hafði farið á visst svæði á viðburðnum og vissi ekki af því að það væri frátekið. Einn gesta bar sig að henni og sagði við hana að svæðið væri aðeins fyrir sérvalið fólk og vísaði henni frá. Ellie varð fokvond í skapinu við ummælin og hótaði að kýla manneskjuna fyrir vikið.

Sjá einnig: Ellie Goulding er ein þeirra sem vill þrýstnar varir

Spurningar hafa vaknað um það hvort veislugesturinn hafi ekki vitað að hún væri Ellie Goulding sjálf, en söngkonan hafði sungið fyrir stjörnur á borð við Eugenie prinsessu, Anna Friel, Liz Hurley og Lily Cole fyrr um kvöldið. Animal Ball er haldið á ári hverju og kostar miðinn á það 2000 pund og er markmið samkomunnar að safna fé til að vernda dýr í útrýmingahættu.

Ellie var í svo miklu uppnámi eftir atburðinn að hún sagði við Mail:

Þessi kona er tík, ég hef aldrei hitt neina svona vonda á ævinni! Ef hún talar við mig aftur, mun ég kýla hana, ég sver! Ég er svo reið!

 Stuttu eftir rifrildið rauk Ellie á dyr og yfirgaf viðburðinn.

3AAA1B1800000578-3966346-image-a-99_1479944529491

3AAB11D300000578-3966346-image-a-87_1479944006850

3AABA7DA00000578-3966346-image-a-97_1479944454658

SHARE