Eltu mig um heiminn – Myndir

Rússneski ljósmyndarinn Murad Osmann heldur áfram að elta gullfallega kærustu sína Nataly Zakharova um heiminn og festa á filmu einstakar myndir af henni og þeim stöðum sem þau heimsækja. Myndaserían “Follow me” byrjaði 2011 þegar þau voru á ferðalagi í Barcelona og nú á Osmann yfir 500 þúsund aðdáendur á Instagram.

images

Myndirnar eru einstakar vegna sjónarhorns mynda Osmann. Kærasta hans horfir frá myndavélinni og myndirnar sýna bak hennar þar sem að hún leiðir ljósmyndarann áfram gegnum áhrifamikil landslög og borgir.

Fyrsta myndin var tekin í Barcelona og þannig byrjaði myndaserían í raun óvænt. “Nataly var orðin þreytt á því að ég var alltaf að taka myndir af öllu svo að hún greip í hendina á mér og reyndi að draga mig áfram. Það kom ekki í veg fyrir að ég héldi áfram að taka myndir. Svo að þannig  byrjaði þetta allt saman”.

and-the-picture-that-started-it-all-natalia-leading-murad-down-the-streets-of-barcelona

 

Osmann útskrifaðist sem byggingarverkfræðingur frá Imperial háskólanunm í London en ákvað að reyna fyrir sér sem ljósmyndari og stofnaði eigið framleiðslufyrirtæki Hype procution árið 2011. Nataly starfar sem blaðamaður og þau hafa verið saman í nærri 3 ár.

 

Instagram síða Osmann.

SHARE