Emily hafði þetta að segja um Pete Davidson fyrir ári síðan

Emily Ratajkowski (31) sagði frá því fyrir ári síðan hvað henni fannst heillandi við Pete Davidson. Emily skildi við eiginmann sinn til 4 ára, Sebastian Bear McClard (41) vegna þess að hann var henni ótrúr.

Eftir skilnaðinn hefur Emily verið virk á samfélagsmiðlum og hefur þar talað meðal annars um kynhneigð sín, en hún segist vera tvíkynhneigð. Í viðtali við Harper Bazaar sagði hún að hún trúði ekki á að vera gagnkynhneigður.

Fyrir um ári síðan kom Emily fram í þættinum Late Night með Seth Meyers og deildi þar hvað henni fannst um Pete, sem hefur einnig deitað frægt fólk eins og Ariana Grande, Kate Beckinsale og Kim Kardashian. „Hann hefur hæðina, augljóslega finnst konum hann mjög aðlaðandi,“ sagði Emily. „Hann virðist rosalega aðlaðandi, viðkvæmur, yndislegur. „Naglalakkið hans er æðislegt. Hann lítur vel út! Svo á hann í góðu sambandi við móður sína, við elskum það!“

SHARE