Enginn sími, hugleiðsla og bókalestur hjá Selena

Við sögðum ykkur frá því á dögunum að Selena Gomez mun verða í nokkra mánuði á meðferðarstöðinni sem hún hefur dvalið á í Tennessee. Það hefur komið fram núna, í Life & Style, hvernig Selena er að vinna að sínum bata.

„Selena hefur náð ótrúlegum bata,“ sagði heimildarmaður Life & Style. Hann segir hana vera að borða miklu hollari mat, auk þess er hún ekki með síma og hún hefur verið að læra að takast á við sjálfskaðandi hegðun sína. Hún er að æfa, hugleiða og lesa og halda sig frá sviðsljósinu og læra að einbeita sér að sjálfri sér.

Sjá einnig: Selena Gomez verður í meðferð í nokkra mánuði

Meðferðin endar ekki þar heldur mun Selena líka þurfa að slíta tengsl við neikvætt fólk í lífi sínu. Hún hefur nú þegar gert lista yfir fólk sem hún mun ekki hafa samband við meir eftir að hún kemur til Los Angeles.

Enn er ekki komið á hreint hvenær Selena fer heim aftur en það er frábært að hún er að hugsa um sjálfa sig.

 

 

SHARE