Epla og hnetu hafragrautur

Ég bara get ekki hætt að dásama síðuna hennar Berglindar hjá http://lifandilif.is þessi dásamlegi hafragrautur kemur frá henni.

Hafragrautur er væntanlega einn algengasti morgunverður landsmanna og hefur verið um árabil.  Hér er ein einföld, holl og góð uppskrift sem gefur þér um 240 kaloríur hvern skammt, 4g af próteini og 51g af kolvetnum.  

Uppskriftin gefur þér 2 skammta: 

1.5 bolli vatn

1/4 tsk. kanill

1/3 bolli tröllahafrar

2 msk. rúsínur

1 bolli bláber, fersk eða frosin

1 stk. banani, skorinn í bita

1 stk. epli, skorið í smáa bita

2 msk. valhnetur, niðurskornar

  • Setjið vatnið, kanill og hafrana í pott og látið malla þar til hafrarnir eru tilbúnir.  
  • Bætið við bláberjum og banananum.
  • Hitið vel og hrærið, um ca. 5 mínútur.
  • Bætið við eplinu og valhnetunum og setjið í skálar. 

Smá bónus fróðleikur um Banana.

Bananar eru dásamlegir!  Það er engin furða að þeir séu í uppáhaldi hjá mörgu íþróttafólki og öðrum sem lifa krefjandi lífi. Einn meðalstór banani er um 105 kaloríur, þar af um 23 g kolvetni.  Bananar eru með frekar lágan sykurstuðul (42 – 58, eftir því hversu þroskaðir þeir eru), sem þýðir að þeir valda minni og hægari hækkun á blóðsykri en margar aðrar fæðutegundir.  Bananar innihalda einnig töluvert af kalíumi sem er mikilvægt steinefni, nauðsynlegt fyrir hjarta- og æðakerfið.   

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here