Eplakaka með súkkulaði og kókos

Þessi ofsalega girnilega eplakaka er frá Lólý.is. Mælum eindregið með því að þið prófið þessa um helgina.

Eplakaka með súkkulaði og kókos

3 egg
100 gr sykur
2 msk hveiti
2 tsk lyftiduft
75 gr kókósmjöl
3 græn epli
1 pera
1 meðalstórt Toblerone eða 150 gr suðusúkkulaði
kanilsykur

Forhitið ofninn í 180°C.
Setjið egg og sykur saman í hrærivélaskál og þeytið þangað til blandan verður létt og ljós. Blandið þá saman við hveitinu og lyftiduftinu og að lokum kókósmjölinu.

Takið eplin og peruna og afhýðið og skerið í litla bita. Setjið í eldfast mót, dreifið súkkulaðinu á milli eplana, dreifið vel af kanilsykri yfir allt þannig að það þekji aðeins og hellið svo deigblöndunni yfir.

Bakið í 30 mínútur. Berið fram með ís eða rjóma og njótið ofsa vel.

Smellið endilega like-i á Facebook síðu Lólý

SHARE