Eplapæja í epli – Uppskrift

Hver elskar ekki eplapæ ? Hvað með eplapæ í epli ?

Þessi nammiepli eru góð sem dessert eða sem hliðardiskur á kvöldmatarborðið.

Fljótlegt og rosalega gott – þegar við eigum gott skilið.

 

2 rauð epli

1 msk kókosolía

1-2 msk valhnetur

1 msk kókosmjólk (hægt að nota venjulega mjólk)

1 msk kasjúsmjör frá H-berg

2 tsk Hunan

1 msk rúsínur

5-6 döðlur, steinhreinsaðar

1 tsk kanill

Smá herbamare salt

1 msk möndlumjöl

 

Aðferð

1. Skolið eplin og skerið hring eða kassa efst í þau – pillið lokið af með hníf og hreinsið innan úr eplunum.

2. Hitið kókosolíu á pönnu þar til hún er orðin vel heit.

3. Saxið valhneturnar og látið á pönnuna ásamt innihaldinu úr eplunum. Steikið saman í 3-5 mínútur.

4. Bætið kókosmjólk, kasjúsmjöri og hunangi við  og steikið áfram í nokkrar mínútur.

5. Í lokin bætið þið við rúsínum, döðlum, kanil, smá salti og möndlumjöli – látið malla á lágum hita í smástund.

6. Takið fram eplin og fyllið með gumsinu.

7. Bakið eplin við 170 gráður í 20-30 mínútur

 

SHARE