Eplasæla

Þessi er alveg svakalega girnileg og bragðast áreiðanlega jafn vel og hún lítur út. Hún kemur frá snillingunum á Matarlyst.

Uppskrift:

Hráefni 4-5 epli t.d Græn, Pink lady, eða Honey crunch.
150 g hveiti
200 g sykur
3 stór egg eða 4 lítil
½ tsk lyftiduft
¼ tsk matarsódi
3-4 tsk kanelsykur
1 ½ msk smjör
Karamellusósa val ég kaupi heita karamellusósu frá Kjörís en hef hana kalda og sprauta yfir kökuna.

Aðferð:

Hitið ofninn í 190 gráður og blástur. Skrælið og skerið eplin í ½ og svo í þunnar sneiðar, setjið í eldfast mót. Sáldrið kanelsykri yfir. Blandið þurrefnum saman, bætið eggjum út í pískið saman, hellið yfir eplin. Setjið smjörklípu hér og þar yfir deigið. Setjið inn í heitan ofninn, bakið í u.þ.b 30-35 mín. Setjið karamellusósu yfir, berið fram með ís og eða þeyttum rjóma.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here