Epsomsalt – Heilnæmt fyrir húðina

5 leiðir til að nota epsomsalt

Epsom salt er mjög ríkt af magnesíum sem er talið vera eitt mikilvægasta snefilefnið sem frumur líkamans þurfa nauðsynlega á að halda til að starfa eðlilega. Í Epsom-salti er líka að finna um 300 ensím sem eru afar mikilvæg líkamsstarfseminni og hafa t.d. um það að segja hvort vöðvar líkamans virka vel eða illa eða hvort líkamsorkan er öflug eða léleg. Auk þess hefur saltið mýkjandi áhrif á húðina og getur dregið úr gigtarverkjum og kalkmyndun í liðum.

1. Í baðvatnið
Gott er að þurrbursta húðina áður ern farið er í bað með Epsom salti. Tveir bollar af saltinu er mátulegt ofan í sem heitast baðvatnið.  Ráðlagt er að liggja í bleyti í a.m.k. 20 mínútur svo að upptakan í gegnum húðina á magnesíum og öðrum efnum úr saltinu verði sem áhrifaríkust. Þetta er talið styrkja líkamsstarfsemina og mýkja húðina eins og áður sagði.

2. Gegn flensu

Ef um flensu er að ræða er gott að fara í heitt bað og setja 2 bolla af Epsom salti ofan í, einn bolla af matarsóda, teskeið af smátt saxaðri engiferrót, nokkra dropa af eucalyptus eða myntu ilmkjarnaolíu sem báðar eru bakteríudrepandi og hreinsandi fyrir öndunarfærin. Fyrir utan að styrkja líkamsstarfsemina og mýkja húðina hefur þessi blanda hreinsandi áhrif og er því góð gegn flensuáhrifum. Sem fyrr er mikilvægt að liggja í baðvatninu í a.m.k. 20 mín.

3. Í hreinsikremið

Það er vel þess virði að setja eina teskeið af epsomsalti út í hreinsikremið og nudda vel inn í húðina. Bæði hreinsar það í burtu óhreinindi og gefur húðinni aukinn ljóma. Andlitið er svo skolað með köldu vatni á eftir.

4. Skrúbbur
Innihald: 1 dl Epsom-salt, ½ dl ólífuolía og 2 tsk. ilmkjarnaolía t.d. sítrónu. 
Öllu hrært vel saman og húðin skrúbbuð frá toppi til táar. Góð hugmynd er að fara í heitt bað á eftir til að láta efnin ganga enn betur inn í húðina. Húðin verður silkimjúk eins og á ungabarni eftir þessa meðhöndlun.
5. Í fóta- eða handabaðið 
Sérstaklega gott fyrir þá sem eru gigtveikir eða þjást af bólgum í líkamanum. Talað er um 1-2 msk af salti á móti 1 lítra af volgu vatni. Látið hendur eða fætur liggja í bleyti í allaveganna 15 mín áður en skolað er.  Þeir sem eru með sár geta borið júgursmyrsl á þau svo þá svíði ekki undan saltinu.

 

SHARE