Er Jennifer Lopez komin á Ozempic?

Jennifer Lopez (54) er alltaf skvísa og það eru ekki margir sem fá að eldast jafn vel og þessi stórglæsilega söng- og leikkona. Nú hafa samt sprottið upp getgátur um það hvort hún sé ein af þeim stjörnum sem eru farnar að nota Ozempic til að grennast, eins og svo margir í Hollywood.

Á einni af nýjustu færslum Jennifer á Instagram er hún klædd í hvítan aðsniðinn kjól sem sýnir vel hversu grönn hún er orðin.

Aðdáendur og fylgjendur JLo velta fyrir sér hvort hún hafi nokkru sinni verið jafn grönn og virðast hafa miklar áhyggjur af þessu. Aðrir segja að hún „sé greinilega á Ozempic“ og að fræga fólkið „fái lyfið eins og það vilji“, á meðan hinn almenni borgari þurfi að vera með sykursýki til að fá það.

Okkar óformlega mat er nú bara að okkur sýnist JLo vera í hinum fínasta aðhaldsfatnaði innan undir kjólnum sem við vitum jú að getur gert kraftaverk. En hvað vitum við?

SHARE