Bubbi Morthens var pönkari af lífi og sál á 8. áratugnum og var t.d. í hljómsveitunum Utangarðsmönnum og GCD. Bubbi er alltaf sami töffarinn þó hann hafi mýkst með árunum. Við fengum Bubba í smá yfirheyrslu hjá okkur:

Fullt nafn: Ásbjörn Morthens

Aldur: 59 ára

Hjúskaparstaða: Giftur 

Atvinna: Laga og textahöfundur. Skáld og rithöfundur.

Hvað ertu að gera þessa dagana? Er að fylgja eftir ljóðabók sem heitir „Öskraðu gat á myrkrið“. Er að fara taka upp plötu þar sem allir sem spila inn á hana, fyrir utan mig, eru konur.

Hver var fyrsta atvinna þín? Fyrsta atvinna mín var að grafa skurði 16 ára gamall.

Hvað áttu alltaf í ísskápnum? Til dæmis appelsínur, epli, sódavatn, egg, Smjörva og smjör, skyr og ost.

Kíkirðu í baðskápana hjá fólki sem þú ert í heimsókn hjá? Nei ég læt skápana í friði hjá fólki.

Vandræðalegasta atvik sem þú hefur lent í? Vandræðaatvikin er svo mörg að ég nenni ekki að telja, trúðu mér, mörg!

Í hvernig klæðnaði líður þér best? Heima er ég mikið í bol og gallabuxum en mjög oft bara á nærbuxum.

Hefurðu komplexa? Komplexar mínur eru farnir með vindinum.

Hundur eða köttur? Bæði hund og kött takk fyrir.

Ertu ástfanginn? .

Hefurðu grátið í brúðkaupi? Ég hef fellt tár í brúðkaupum.

Hvernig sérðu þig fyrir þér þegar þú ert komin á eftirlaun? Ég mun aldrei fara á eftirlaun, til þess er ég of töff.

SHARE