Er púki í svefnherberginu – Er komin með nýjan kærasta

Þýska ofurfyrirsætan Heidi Klum er í viðtali við tímaritið Marie Claire í febrúartölublaði þeirra. Hún talar um skilnaðinn við söngvarann Seal og einnig opnar hún sig mikið um kynlíf.

Hún segir að hún og Seal hafi elskað að fara í allskyns búninga og gera tilraunir í rúminu.

Sumum finnst gaman að gera tilraunir í rúminu en aðrir eru meira leiðinlegir. Ef þú ert með villt/ur innra með þér, ekki fela það. Láttu hinn aðilann vita svo púkinn í þér fái að koma annað slagið út. Það er svo gott að klæða sig upp í búninga annað slagið og fara út fyrir þetta venjulega.

Heidi, sem er 39 ára, er kominn með nýjan kærasta en hann heitir Martin Kristen og hefur starfað með fjölskyldu Heidi árum saman. Það gengur rosalega vel hjá þeim en Heidi segist ekki vera að fara að gifta sig aftur.
Hún segir líka að öll fjögur börnin sem hún á með Seal séu í góðu jafnvægi og öllum líði vel. Hún segir að henni finnist að sjálfsögðu ekki gaman að þetta hafi gerst en allir séu heilbrigðir og séu að halda áfram með líf sitt.
Screen shot 2013-01-09 at 08.24.30
SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here