Er þér illt þarna? – Prófaðu þetta þá!

Ef þú ert með bólginn hnúð þar sem stóra táin byrjar og finnur oft til ertu líklegast með Bunion, en ég fann ekkert íslenskt orð fyrir þetta.

Sjá einnig: Hvers vegna ættirðu að setja ísmola þarna?

Ég rakst á þessa uppskrift af drykk sem á að draga úr þessum bólgum og létta á sársaukanum í fótunum.

Uppskrift:

300 ml vatn
1 msk af muldum lárviðarlaufum

Best er að útbúa þennan drykk að kvöldi til. Sjóðið þetta tvennt saman í  5 mínútur og geymið í pottinum yfir nótt. Sigtaðu vökvann frá og taktu af honum litla sopa yfir daginn. Ekki drekka hann allan í einu. Gerðu þetta í 3 daga í röð og útbúðu drykkinn alltaf að kvöldi. Eftir viku skaltu svo endurtaka þetta í þrjá daga.

Það kemur þér örugglega á óvart hversu mikið þú þarft að pissa meðan þú ert að drekka þennan drykk. Það sýnir að saltið í líkamanum er að leysast upp og getur valdið tíðum þvaglátum.

Sjá einnig: Viltu laga mígreni á nokkrum mínútum?

Þú ættir að finna fyrir miklum mun eftir 10 daga og þér mun líða mun betur. Gerðu þetta í tvo mánuði og hnúðurinn mun á endanum hverfa.

Að lokum skaltu mylja 5 lárviðarlauf og blandaðu þeim saman við 100 ml af 96% alkóhóli/spritti. Leyfðu þessu að bíða í viku og sigtaðu svo vökvann frá. Hann á svo að bera á hnúðinn. Til að fá sem bestu virknina farðu þá í fótabað (3 l vatn og matskeið af matarsóda) áður en þú berð þetta á. Þurrkaðu fæturnar, berðu lausnina á og farðu í bómullarsokka.

Eins og með öll mín svona „nornaráð“ þá ætla ég að taka það fram að ég er enginn læknir og þetta mál hefur ekki verið rannsakað af fagfólki. Hinsvegar hef ég gaman að því að prófa svona sjálf og ef þetta virkar, þá er það bara plús.

SHARE