Er þetta besta brauðið fyrir okkur? – Uppskrift

Þetta brauð er svo sannarlega gott fyrir okkur en það er stútfullt af sólblómafræjum, chiafræjum og möndlum.
Brauðið er ríkt af próteinum og trefjum, glútenlaust og vegan.

Innihaldið er einnig lagt í bleyti til að tryggja ákjósanlegustu næringu og meltingu.

5923e6283f9192cbc85f1b9af17c1bcc0076221b

 

1     bolli sólblómafræ
1/2 bolli flaxfræ
1/2 bolli heslihnetur eða möndlur
1 1/2 bolli vals hafrar
2 msk. chiafræ
4 msk. psyllium fræ (3 msk. ef psyllium husk er notað í staðinn)
1 tsk. fínt sjávarsalt
1 msk. maple síróp
3 msk. kókósolía
1 1/2 bolli vatn

Þurrefnunum er blandað saman. Maplesíróp, kókósolía og vatn þeytt saman í annarri skál. Blöndunni hellt saman við þurrefnin og hrært saman þar til blandað saman og deigið orðið þykkt, ef að það verður of þykkt til að hræra má bæta við 1-2 tsk. af vatni.
Deigið jafnað í skálinni og látið bíða í 2 klst. eða yfir nótt.
Ofn forhitaður í 180°C

Bakið brauðið í 20 mínútur, fjarlægið úr forminu og setjið á grindina og bakið í 30-40 mínútur til viðbótar (brauðið ætti að hljóma hollt þegar bankað er á það). Látið kólna alveg áður en það er skorið.

Geymist í loftþéttum umbúðum í allt að 5 daga.

a310a67faa6f9765dde67986b7ed58b8b6be07a1

 

SHARE