Er þetta besta vitnið um arfleifð Mandela ? – myndband

Nelson Mandela sem lést 5. desember sl. var fyrsti lýðræðislega kjörni forseti Suður-Afríku árið 1994 og gengdi hann því embætti til ársins 1999.  Mandela var alla tíð andstæðingur kynþáttaaðskilnaðarstefnunnar og vegna þeirrar baráttu sat hann í 27 ár í fangelsi á Robben-eyju.
Líkt og títt er um menn af hans toga þá skilja þeir eftir sig orðspor og arfleifð.
Í meðfylgjandi myndbandi úr South-Africa got talent flytur hin 11 ára gamla Botlhale Boikanyo ljóð um forseta sinn og fyrirmynd. Ljóðið var flutt um ári áður en Mandela lést, en ef að þetta er ekki góð arfleifð að skilja eftir sig: Að vera fyrirmynd barna sem taka munu við landinu og eru stolt af forseta sínum, þá veit ég ekki hvernig hún er .

Ef að þið eruð að pæla í hvort að Botlhale vann keppnina, þá gerði hún það.

[youtube width=”600″ height=”325″ video_id=”b5xhWXzRFks”]

SHARE