Er þetta “draugur”? – Mamman trúir ekki sínum eigin augum

Jade trúði ekki á drauga þar til nýlega. Þessari áströlsku móður brá heldur betur í brún þegar hún horfði á barnamyndavélina og rann um leið kalt vatn á milli skinns og hörunds. Dóttir hennar Ruby var sofandi í rúminu sínu, hurðin var alveg lokuð og enginn annar í húsinu þegar Jade tekur myndband af skjá myndavélarinnar.

Sjá einnig: Draugurinn í barninu mínu – Heimildarmynd

Það sem hún sér eru tvö ljós sem virðast svífa yfir dóttur hennar. Margir spyrja sig hvað í ósköpunum þetta er og enn aðrir telja sig vita mætavel hvað þetta fyrirbæri er.  Jade segir einnig að dóttir hennar vakni alltaf á klukkustundafresti á nóttunni og spyr hún sig hvort að það sé vegna þessa ljóss sem svífi í kringum hana.

Sjá einnig: Alvöru draugur á yfirgefnum spítala

Smellið hér til að sjá myndbandið

SHARE