Er þetta elsti maður í heimi? – Hann segist vera 160 ára gamall

Er hann kannski elsti maður í heimi? 

 

Það eru ekki margir sem vita að Ítalir réðust inn í Eþíópíu árið 1895. Þessi maður segist ekki aðeins vita um innrásina, hann segist hafa lifað hana af.

Maurinn, sem heitir Dhaqabo Ebba og var áður bóndi í Eþíópíu segist vera 160 ára gamall og ef það er satt er hann elsti maður í heimi. Hann segist muna mjög vel eftir innrásinni en hins vegar er ekki til  fæðingarvottorð sem gæti sannað aldur hans.

Ef fullyrðing mannsins er rétt er hann elsti maður sem vitað er um. Hann segist hafa átt tvær konur þegar Ítalir réðust inn í Eþíópíu og þá hafi hann líka átt son sem var orðinn nógu stálpaður til að geta passað kýrnar úti í haga.

 

Ef saga Dhaqabo Ebba er rétt hefur hann vinninginn yfir Jeanne Calment, frönsku konunni sem talin er hafa verið elsta manneskja heims. Hún dó 1997, þá rúmlega 122 ára gömul.

 

Ebba sagði fréttamönnum frá því að hann hafi farið ríðandi til höfuðborgarinnar Addis Abeba, þegar hann var barn og var átta daga á leiðinni. Nú er fólk nokkra klukkutíma að aka þessa leið.     .

Ekki er nokkkur leið að sanna aldur  Ebba því að ekki eru neinar skráðar heimildir frá þeim tíma þegar hann var barn. En ef tekst með rannsóknum að sýna fram á að hann hafi rétt fyrir sér verður hann þar með elsti maður heims, eldri en núlifandi methafinn Misao Okawa sem er 115 ára.

 

Þessi japanski maður, Jiroemon Kimura  fæddist 19. Apríl 1897. Hann dó í júní 2013 og hafði eignast sjö börn, 14 barnabörn 25 langafabörn og 15 langa-langafabörn. Samkvæmt opinberum skýrslum eru yfir 50 þús. manns eldri en hundrað ára í Japan.

SHARE