Ert þú búin að faðma einhvern í dag? – Myndband

[youtube width=”600″ height=”325″ video_id=”BTdusZ6xu68″]

Að faðmast er afar heilsusamlegt:
það hjálpar ónæmiskerfi líkamans, gerir þig hraustari, bætir þunglyndi, dregur úr stressi, framkallar þörf fyrir að fá sér blund,
það er endurlífgandi, það er yngjandi að faðmast, og það hefur engar ógeðfelldar hliðarverkanir, þess vegna er faðmlag ekkert minna en kraftaverkalyf.

Það að faðmast er mjög eðlilegt fyrirbrigði og sjálfsögð athöfn:
það er lífrænt, eðlilega ánægjulegt, inniheldur engin aukaefni, er 100% heilsusamlegt og inniheldur hvorki skordýraeitur né geymsluefni.  Faðmlög færa manni gleði, bros, velvilja, jákvæðni, sjálfvirka slökun á spennu, innileika, vináttu og gott hjarta.

Að faðmast er allt að því fullkomin athöfn:
það er ekki fitandi, krefst ekki mánaðarlegra afborgana, engar tryggingar eru nauðsynlegar, það er ekki skattlagt né mengandi
og eyðir ekki mikilli orku, er endurnýjanlegt og skilar arði, ennfremur er það endurgreiðanlegt.

Leiðbeiningar um faðmlög sem lyf:
takist inn minnst tvisvar á dag eða eins oft og það er í boði, allavega alltaf þegar vinir og kunningjar hittast.
Gagnvart maka er inntaka nauðsynleg minnst tvisvar á dag, sérstaklega fyrir og eftir svefn og fyrir og eftir mat.
Þetta er útgjaldalaust lyf sem virkar mjög vel og hefur engar aukaverkanir. Afleiðingar af inntökunnni verður hollara og betra mannlíf.

Faðmlög eru bestu lögin í landinu og þau einu sem eru heiðarleg því þau eru hvergi skráð og krefjast ekki lögfræðilegrar útfærslu né aðstoðar.  Þetta eru því bestu lögin sem við getum notað og tileinkað okkur, án útgjalda.

SHARE