Ert þú með fæðingarblett á þessum stað? Milljónir kvenna með alveg eins blett

Flest eigum við allskonar en ekkert af okkur er eins, fyrir utan náttúrulega eineggja tvíbura, þeir komast kannski næst því.

Það er æði núna á veraldarvefnum að konur eru að deila mynd af því sem hefur verið kallað „frekna“, en samkvæmt okkar kokkabókum myndist kallast fæðingarblettur. Ástæðan fyrir því að margir eru að deila þessum myndum er að gríðarlega margar konur, úti um allan heim, eru með fæðingarblett á nákvæmlega þessum stað: Á miðjum úlnlið.

Það var kona sem heitir Aaryn Whitley sem hóf þessa umræðu á Twitter og ég rak augun í þetta og tékkaði á sjálfri mér. Auðvitað er ég ekkert einstök og er með svona fæðingarblett á báðum úlnliðum.

Þetta er allt frekar áhugavert og greinilegt að þetta á við um FJÖLMARGAR konur í heiminum.

SHARE