Að mörgu er að hyggja þegar fermingarveisla er haldin; skreytingar og þema, hvað á að hafa á boðstólnum, fermingarföt, myndataka, hárgreiðsla o.fl.

Nú er komið að ferma stjúpdóttur mína og vorum við því að gera þetta allt í fyrsta skipti. Við fórum af stað, ég og foreldrar stúlkunnar, þ.e.a.s. maðurinn minn og barnsmóðir hans og fórum að kanna hvar væri hægt að gera þetta á hagstæðan og einfaldan hátt.

Fermingastúlkan hefur sterkar skoðanir og mikinn áhuga á að taka þátt í öllu sem tengist fermingunni og veislunni sjálfri. Móðir hennar hafði tekið sér langan tíma að skoða sig um, hugsa um hvernig þema eigi að hafa og hvað ætti að bjóða upp á . Við fórum svo verslana á milli til að fá bæði hugmyndir og leiðsögn.

Niðurstaðan var svo sú að við ákváðum að versla allt í Garðheimum. Það var eitthvað svo ótrúlega þægilegt við það að geta bara klárað öll innkaupin á einum stað og ekki vantaði uppá úrvalið. Við fengum frábærar ráðleggingar og greinilegt að stelpurnar í versluninni vissu uppá hár hvaða litir og skraut passa saman. Við ákváðum að hafa rautt þema ásamt fótbolta- og fiðrildasmáskrauti. Við fengum glæsilegar skreytingar á matarborðið með áletruðu kerti, skreytingu á pakkaborðið, áletraðar servíettur með íþróttafélagi hennar, sálmabókina og heillaóskabókina ásamt dúkum, smáskrauti, kertum og blómum.DSC_0182

Þjónustan í Garðheimum var mjög góð, persónuleg og fagleg og þau leggja sig greinilega fram um að gera skreytingar sem eru einkennandi fyrir karakter hvers og eins. Okkur voru gefnar margar skemmtilegar og frábærar hugmyndir að skreytingum sem tengjast áhugamáli hennar sem gerir veisluna mun persónulegri því hún verður haldin í sal í Reykjavík. Einnig var mjög gott að koma og sjá uppstillt borð með mörgum sniðugum hugmyndum og skreytingum.

DSC_0180

Þegar upp var staðið var þetta bara alls ekkert svo mikið mál og það var að mörgu leyti þjónustunni í Garðheimum að þakka.  

SHARE