Eru búin að eiga björn í 23 ár

Þetta er Stepan. Hann er björn og býr með Svetlana og Yuriy Panteleenko í Moskvu í Rússlandi. Hjónin tóku Stepan að sér þegar hann var bara 3 mánaða. Hann fannst aleinn í skógi og var í slæmu ástandi. Svetlana og Yuriy ákváðu að taka hann að sér og það var fyrir 23 árum.

 

Stepan er löngu orðinn fullorðinn björn og hjálpar til á heimilinu, meðal annars með því að vökva blómin. Hann horfir meira að segja á sjónvarpið með „foreldrum“ sínum.

„Hann elskar fólk og er mjög félagslyndur björn og það kemur fólki kannski á óvart en hann er ekkert grimmur. Hann hefur aldrei bitið neinn,“ segir Svetlana.

Stepan borðar 25 kg af fisk, grænmeti og eggjum á  hverjum degi. Hann heldur sér í formi með því að leika sér í fótbolta.

 

SHARE