Eru Kendall Jenner og Justin Bieber nýjasta parið?

Söngvarinn Justin Bieber virðist vera komin með nóg af kærustunni sinni Selenu Gomez enn og aftur þar sem hann sást á rómantísku stefnumóti með ofurmódelinu Kendall Jenner á þriðjudaginn.

Justin og Kendall voru saman úti að borða á veitingastaðnum Ferdi í París er ljósmyndarar komust á snoðir um ferðir þeirra og náðu að mynda þau í bak og fyrir.justin-bieber-kendall-jenner-paris-sept-30-11-spl

justin-bieber-kendall-jenner-paris-sept-30-spl-6

justin-bieber-kylie-jenner-at-rainbow-bar-in-west-hollywood-may-27-ftr

justin-bieber-kylie-jenner-date-1-ftr

Þetta kemur mörgum á óvart þar sem fyrr um daginn sást Justin snæða morgunmat með kærustunni sinni Selenu Gomez. Justin og Selena hafa þó átt stormasamt samband og verið sundur og saman í nokkur ár en nýjustu fréttir sem bárust af parinu virtu benda til þess að þau væru yfir sig ástfangin af hvort öðru þessa stundina.

Selena Gomez og Kendall Jenner hafa ekki átt vingott síðasta árið eftir að Selena kallaði Kendall og systur hennar Kylie eitraðar. Þessi breyting vináttu átti sér stað eftir tónlistarhátíðina Coachella árið 2013 en þá sleit Selena öllum tengslum við þær systur og lét fyrrnefnd orð falla um systurnar þar sem Selena fann nektar myndir af Kylie í síma Justin.

Það vekur því upp margar spurningar að sjá Justin Bieber og Kendall Jenner eiga rómantíska stund á veitingahúsi.

 

Selena-Gomez-Kylie-and-Kendal-JennerÁ meðan allt lék í lyndi á milli Selenu og Jenner systranna.

 

SHARE