Það eru margir að velta því fyrir sér hvort Megan Fox (34) og eiginmaður hennar Brian Austin Green(46) séu skilin, að borði og sæng í það minnsta. Megan sást á rúntinum með á dögunum með rapparanum Machine Gun Kelly (30) og náðu þau sér í mat á Calabasas í Kaliforníu á föstudag. Þau hafa bæði verið að leika í myndinni Midnight in The Switchgrass, en framleiðsla myndarinnar tafðist vegna Kórónuveirunnar.

Sjá einnig: Ég, eiginmaður minn og elskhugar okkar

Daginn eftir þetta skrifaði Brian Austin færslu á Instagram, á afmælisdag Megan, sem fólki finnst benda til þess að hún sé farin frá honum.

Megan og Brian eiga saman 3 syni, Noah (7), Bodhi (6) og Journey (3) og hafa þau sést færa börnin á milli bíla sinna seinustu vikur. Þau hafa hvorugt verið með giftingahringana sína.

Sjá einnig: Eva Mendes skemmtir börnum sínum

Kannski eru þau bara illa haldin af bjúg og geta ekki verið með hringana sína, já eða ofnæmi. Hvur veit? En við höldum áfram að fylgjast með þessu máli, með vökulu auga slúðrarans.

SHARE