Eru opin fyrir hjónabandi

Það eru um það bil 8 mánuðir síðan Megan Fox (34) og Brian Austin Green (47) skildu að borði og sæng. Megan sótti svo um formlegan skilnað í lok nóvember.

Megan er komin með nýjan kærasta, en hún og Machine Gun Kelly hafa verið óaðskiljanleg seinustu mánuði. Samkvæmt heimildum HollywoodLife sjá vinir Megan Machine Gun Kelly fyrir sér sem verðandi eiginmann hennar: „Þau eyða næstum öllum sínum tíma saman og hafa hitt börn hvors annars. Megan hefur alltaf verið hrifin af „óþekkum strákum“ og það er eitt af því sem dregur hana að honum.“

Sjá einnig: Brian staðfestir skilnað hans og Megan Fox

Heimildarmaðurinn segir að Machine Gun Kelly sé andstæða Brian Ausin en Megan sé ekki að drífa sig. Hún sjái fyrir sér að þau muni vera saman í framtíðinni og jafnvel ganga í hjónaband.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here