Eyddi miklum fjármunum til að líkjast Britney Spears

Bryan Ray sem er mikill aðdáandi Britney Spears, hefur eytt þúsundum dollara í fleiri en 100 fegrunaraðgerðir til að líkjast uppáhaldssöngkonu sinni. Hinsvegar segist hann ekki enn vera búinn með breytingarnar, því hann stefnir á að fara í aðgerð til að breyta lit augna sinna þrátt fyrir þá áhættu að hann geti misst sjónina.

Auðvitað eru skiptar skoðanir hjá fólki um hvort foreldrar eigi að leyfa börnum á táningsaldri að fara í lýtaaðgerðir. Foreldrar Bryan voru alveg ákveðnir í að styðja son sinn í hverju sem hann tæki sér fyrir hendur. Hann hóf breytingaferli sitt þegar hann var 17 ára þegar mamma hans greiddi fyrir nýjar tennur fyrir hann. Seinna fékk hann nefaðgerð í 21 árs afmælisgjöf.

Bryan sem er 35 ára í dag hefur farið í fjölda aðgerða til dæmis aðra nefaaðgerð, fyllingar í kinnar, augnloka aðgerð, háreyðingar, varastækkun og margar botox aðgerðir.

Til að viðhalda útkomunni fer hann í botox á 6 vikna fresti og háreyðingar á 10 vikna fresti og eyðir 500 dollurum í húðvörur.

SHARE