Eyðilagði næstum því brúðkaup með hláturskasti

Yngvi Eysteins er útvarpsmaður á FM 957 og röddina hans þekkja eflaust margir. Einu sinni aflitaði hann hárið sitt og er það eitt af því sem hann sér mest eftir í lífinu. Okkur langaði að vita aðeins meira um Yngva og fengum hann í Heita Pottinn.
Fullt nafn: Yngvi Þórir Eysteinsson
Aldur: 25 ára
Hjúskaparstaða: Ekki svo góð
Atvinna: Tala í hljóðnema á FM957

Hver var fyrsta atvinna þín? Háseti á Viðeyjarferjunni
Mannstu eftir einhverju ákveðnu tískuslysi frá unglingsárunum? Þegar mér fannst ógeðslega kúl af aflita á sér hárið. Á því miður Skrekksupptöku og fermingarmynd af mér með hlandgult hár.
Áttu leyndarmál sem mun fylgja þér til grafar? Já ætli það ekki.
Hefurðu farið hundóánægð/ur úr klippingu og sagt ekki neitt við klipparann?Kíkirðu í baðskápana hjá fólki sem þú ert í heimsókn hjá? Er ekki eitthvað sick við það að kíkja í baðskápana hjá fólki sem býður þér í heimsókn?

Vandræðalegasta atvik sem þú hefur lent í? Þegar ég kom að Heiðari Austmann þar sem hann var að éta hreint majones með skeið.

Vefsíðan sem þú skoðar oftast? Fótbolti.net og FM957.is

Seinasta sms sem þú fékkst? “Sælir. Geturdu reddad mer dj nuna a fimmtudaginn?”

Hundur eða köttur? Hundur

Ertu ástfangin/n? Nei

Hefurðu brotið lög? Ég hef keyrt of hratt og pissað úti.

Hefurðu grátið í brúðkaupi? Ég grét einu sinni úr hlátri í brúðkaupi. Átti erfitt með að hætta að hlæja og var stutt frá því að eyðileggja athöfnina.

Hefurðu stolið einhverju? Já stal einu sinni smá nammi þegar ég var krakki og ég hugsa ennþá stundum um það með eftirsjá.

Ef þú gætir breytt einu úr fortíðinni hvað væri það? Ég myndi sleppa því að aflita á mér hárið rétt fyrir fermingu og bjarga fermingarmyndinni.

Hvernig sérðu þig fyrir þér þegar þú ert komin á eftirlaun? Virkur í athugasemdum með aðsetur á Kanarí.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here