Faðir birtir ljósmynd af duftkeri sonarins

Átakanleg saga föðurs, sem birti mynd af látnum syni sínum sem hafði ánetjast fíkniefnum, hefur vakið athygli og umræðu. Í frásögn föðursins er afneitunin gagnvart skaðsemi fíkniefna í brennidepli en afneitunin verður þess einmitt valdandi að fíknin viðhelst. Faðirinn fordæmir þá hugmynd að eiturlyf séu saklaus og skemmtileg í hófi.

Nú hefur faðirinn ákveðið að birta það sem hann kallar „lokagjörning“ á vefnum en þar má sjá boxið sem geymir ösku sonarins. Með þessum skilaboðum vonast faðirinn að fráfall sonarins geti orðið öðrum víti til varnaðar.

Bakvið kaldhæðnisleg orðin má skynja bæði reiði og sorg föðurs sem missir son sinn á þennan hvimleiða hátt.

„Þetta er lokauppstilling á þemanu hversu skemmtileg eiturlyf eru. Það sem eftir er af syni mínum Jeramie. Í þessu boxi. Getur einhver vinsamlegast bent mér á hversu æðislega skemmtilegt það er að fara á tripp og verða vímaður. Hversu vel það fær mann til þesss að líða. Ég held að Jeramie hefði gott af þessari áminningu vegna þess að ég held að hann sé ekki búinn að vera að skemmta sér neitt sérstaklega vel.“

1526903_10203600093016149_4622992624446899279_n

Tengdar greinar:

„Hann hélt hann væri klárari en dópið“

Er unglingurinn þinn byrjaður að drekka? 

SHARE