„Hann hélt hann væri klárari en dópið“

Mike birti þessa mynd á netinu, af syni sínum, þegar drengurinn er nýlátinn. Þetta er því miður orðið allt of algengt bæði hérlendis og erlendis, að fólk deyi vegna fíkniefnaneyslu og því tókum við þá ákvörðun að deila þessu með ykkur.

Hann skrifaði færslu með þessari mynd sem við þýddum hér:

Kíkjum aðeins á það hversu skemmtileg fíkniefni eru….. þetta er sonur minn um klukkustund eftir að hann kom í líkhúsið síðdegis á mánudaginn. Þegar hann dó var að koma blóð úr eyrunum hans og hann var með blóð í hárinu og froðu í munninum. Fólkið í líkhúsinu var það almennilegt að þrífa þetta allt áður en við komum. Líkami hans var ískaldur en hann hafði verið geymdur í kæli.

Kaldi, látni sonur minn. Faðir 10 mánaða gamals drengs. Barnabarn þriggja aðila. Sjúpbróðir tveggja. Hálfbróðir þriggja. Sonur tveggja foreldra og stjúpsonur eins foreldris sem hefur tekið þátt í uppeldinu frá því hann var pínulítill. Allir gjörsamlega niðurbrotnir. Sonur hans er reyndar of lítill til að skilja hvað er í gangi, en hann mun velta því fyrir sér alla ævi hvernig það hefði verið að þekkja föður sinn.

Mörg ykkar vitið að Jeramie var mjög opin með samband sitt við LSD en hann talaði minna um samband sitt við Dextromethorphan. Þrátt fyrir að við höfum grátbeðið hann að hætta gat hann það ekki og var með vímuna á heilanum…… ég veit fullvel að það deyja ekki allir sem nota fíkniefni, en margir deyja samt.

Jeramie hélt að hann hefði stjórn á þessu. Hann hélt hann væri klárari en dópið og stjórnaði meiru en fíkniefnin. Núna er hann hinsvegar í kæliskáp í líkhúsinu í Englewood. Fólk flykkist að, allsstaðar að af landinu, til að kveðja hann. Núna er fjölskyldan mín að fara að borga 5000 dollurum í útförina hans. Nú get ég aldrei farið í gönguferðir með honum eða farið í torfærur á skellinöðrunni. Hann mun aldrei fara í útilegu með syni sínum…… Þið sem notið fíkniefni bara annað slagið, bara þegar þið viljið skemmta ykkur, hugsið aðeins um fólkið í kringum ykkur sem á við einhver stærri andleg vandamál að stríða. Jeramie átti við smá erfiðleika að stríða sem ég hef aldrei skilið alveg. En með því að fá ykkur fíkniefni með þessu fólki ertu að hvetja þau áfram og sýna þeim hvernig á að nota þessi efni til að flýja raunveruleikann. Það er það seinasta sem þau ættu að gera. Þau þurfa alvöru hjálp og hvatningu til að láta sér líða vel á heilbrigðan hátt. Þau þurfa að finna fyrir alvöru ást og hvatningu til að fá hjálp, ekki  hvatningu til að fara aftur í vímu. Hugsaðu um þau áhrif sem þú getur haft á þessar manneskjur og hversu mikla eyðileggingu fíkniefnin hafa í för með sér…… fólkið sem er eyðilagt. Lærðu af þessu. Hjálpaðu mér að láta þennan harm verða til þess að eitthvað jákvætt gerist. Yfirgefðu þennan lífstíl. Talaðu við einhvern sem elskar þig og biddu um hjálp. Ekki láta þetta verða þitt hlutskipti í lífinu. Ekki gera fjölskyldunni þinni þetta. Notaðu sársaukann og angistina sem kvelur okkur núna til að læra af honum. Ef þú hefur engan í kringum þig til að hjálpa máttu senda mér skilaboð og ég geri það sem ég mögulega get til að hjálpa þér. 

Það er ekki of seint að bjarga þér og fjölskyldunni þinni frá þessum hryllingi. Trúðu mér þegar ég segi þér að þú vilt ekki upplifa þetta, né að fólkið í kringum þig upplifi þetta. 

 

jeramie Leaves

Tengdar greinar:

SHARE