Það var eitt sem Fred Evans var ákveðinn í að gera áður en hann færi yfir móðuna miklu og það var að leiða dætur sínar tvær upp að altarinu.

Þegar Fred greindist með ólæknanlegt krabbamein og vissi að líf hans væri senn á enda ákvað hann að koma dætrum sínum á óvart. Hann skipulagði sérstaka athöfn þar sem hann gat leitt dætur sínar tvær, Kate og Gracie upp að altarinu og gefið þeim og framtíðareignmönnum þeirra blessun sína.

Faðir stúlknanna sagði þeim að hann vildi vera búinn að gefa þeim blessun sína ef svo skyldi vera að hann gæti ekki verið viðstaddur brúðkaup þeirra. Gracie og Kate Evans mættu í kirkjuna en þeim hafði verið sagt að faðir þeirra hefði planað eitthvað fallegt fyrir móður þeirra.

Þegar stúlkurnar mættu í kirkjuna tók faðir þeirra á móti þeim í kjólfötum og afhenti þeim blóm áður en hann útskýrði fyrir þeim hvað væri í gangi. Þetta kom stúlkunum í opna skjöldu og þær táruðust af gleði og sorg.

Faðir þeirra leiddi þær svo upp að altarinu. Fred hélt þó áfram að koma ástvinum á óvart en hann tilkynnti konu sinni það að hann vildi endurnýja hjúskaparheitin, hjónin leiddust svo upp að altarinu og kysstust innilega í þessari einstaklega fallegu athöfn.

Fred Evans tapaði baráttunni við illvígt krabbamein þann 25.júlí. Kunningjar, vinir og fjölskylda minnast lífsgleði hans og ástina og umhyggjuna sem hann sýndi fólkinu í kringum sig.

Daginn sem minningarathöfnin var haldin setti dóttir hans þau skilaboð á Facebook síðu sína að faðir hennar vildi ekki að fólk klæddist svörtu: “Hann vill að fólk haldi upp á lífið en syrgi ekki.”

Hér má sjá myndband af þessum fallega viðburði:
[vimeo width=”600″ height=”325″ video_id=”70872879″]

 

SHARE