Faðir hennar vissi strax að karlmenn myndu þrá hana

Kim Kardashian viðurkennir að hún hafi ekki alltaf sátt með líkamann sinn þó henni líði afar vel í eigin skinni í dag.

Kim var afar fljótþroska og var hún komin með kvenlegan vöxt einungis 13 ára. Henni þótti það óþægilegt að vera komin með brjóst þegar engin annar á henni aldri var komin með brjóst og var hún vön að sitja á kvöldin í baði og óska þess að brjóstin sín myndu hætta að stækka. Faðir hennar, Robert Kardashian tók eftir því hversu óörugg dóttir hans var og ákvað því að skrifa henni bréf í von um að hún myndi sættast við líkamann sinn.

Hann sagði í bréfinu að ekki margar stúlkur hefðu svona líkamsvöxt eins og hún hefði og að seinna meir myndi hún fá mikla athygli frá karlmönnum. Það mikilvægasta væri þó að hún væri frábær stelpa og að hún yrði að læra að meta eigin verðleika.

Kim hlýtur mikið lof fyrir líkama sinn en hún er með svokallaðan stundaglasa líkamsvöxt sem svo margar konur þrá. Í dag er Kim það sátt við líkama sinn að hún sat til dæmis fyrir nakin á forsíðu tímaritsins Paper fyrr í mánuðinum.

Kim vonast til þess að dóttir hennar, North West, muni einnig öðlast gott sjálfstraust en hún sagði í viðtali við ástralska útvarpsstöð að hún myndi hvetja dóttur sína áfram ef að eftir 20 ár hún myndi ákveða að sitja fyrir nakin.

kim-kardashian-elle-3-1416861287

subs_cover_NEWS-copy

Kim-Kardashian-Elle-cupcake-1417013952

Kim-Kardashian-elle-uk-cover-lg

Kim-Kardashian-elle-uk-close-up-lg

1417620929_kim-kardashian-elle-uk-full-length-lg

Tengdar greinar:

KVIKNAKIN Kim Kardashian: Gekk ALLA leið við tökur!

Kim Kardashian prýðir forsíðu nakin, með olíuborinn bossann

Kim Kardashian aflitar á sér augabrúnirnar

SHARE