Kim Kardashian prýðir forsíðu nakin, með olíuborinn bossann

Kim Kardashian prýðir nýjustu forsíðu vetrarútgáfu tímaritsins Paper eða réttara sagt afturendinn á henni þar sem hann fær að láta ljós sitt skína undir fyrirsögninni „Break the internet Kim Kardashian“.

Þetta tölublað Paper mun hiklaust slá einhver sölumet þar sem Kim er kviknakin á forsíðunni og í þokkabót olíuborin. Á annarri forsíðu af blaðinu er Kim aðeins betur klædd en þar situr hún fyrir með kampavínsglas vandlega uppstillt á afturendanum en myndin er endurgerð af frægri ljósmynd sem franski ljósmyndarinn Jean-Paul Goude tók fyrir mörgum árum.

Kim birti síðari myndina á Twitter síðunni sinni með undirskriftinni:

And they say I didn´t have a talent… try balancing a champagne glass on you ass LOL #BreakTheIntenet #PaperMagazine

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Kim lætur fötin fjúka fyrir myndatöku en árið 2007 sat hún nakin fyrir Playboy.

 

10808083_10152328336586307_1601960709_n

 

Kim_cover_web_1

SHARE