Fáðu skóladótið heim að dyrum – Þetta er ekki flókið

Sumarið var kannski ekki eins sólríkt og við hefðum viljað, en það er samt að verða búið, ótrúlegt en satt. Grunnskólarnir eru að um það bil að fara að hefjast og hversdagsleikinn og rútínan mun taka mörgum foreldrum og börnum opnum örmum.

Það er í ýmsu að snúast áður en skólinn hefst, það þarf að endurnýja útiföt, því þessi börn vaxa ansi hratt. Annað sem er sívinsælt eru svo innkaupalistarnir frá kennurunum með því sem þarf að kaupa af skóladóti.

Hver kannast ekki við að vera í búð, með listann að vopni, ásamt svona 150 öðrum foreldrum sem eru kannski að leita að nákvæmlega sömu, grænu, möppunni. Þú kemur svo loks auga á grænu möppuna og það er bara EIN eftir. Hlauptu manneskja!!!!

Það verður að viðurkennast að þetta er ekki það skemmtilegasta sem maður gerir og foreldrar eiga það til að lýsa yfir vanþóknun sinni á þessum listum, verðinu og fleira á Facebook.

Ég hins vegar var að grennslast fyrir um þetta á netinu og komst þá að því að það má einfalda þetta heilmikið, jafnvel gera þetta bara mjög auðvelt. Heimkaup er með innkaupalista á síðunni sinni og þar er hægt að fletta upp grunnskólunum og kalla fram innkaupalistann fyrir grunnskóla barnsins þíns. Þú getur svo fengið þetta sent heim, frítt og þar með ertu búin/n að sneiða frá þessari hræðilegu verslunarferð þetta árið.

Er þetta eitthvað annað en snilld? Mér fannst ég verða að deila þessu með ykkur!

SHARE