Fæðing á bílaplani náðist á myndband!

Öll höfum við heyrt sögur um konur sem ekki ná á sjúkrahúsið og fæða börn sín á leiðinni þangað. Einn faðir, sem var að keyra konu sína á sjúkrahúsið, ákvað að skella GoPro myndavél á ennið á sér og hann sér örugglega ekki eftir því í dag því hann náði fæðingu barnsins síns á myndband.

Á myndbandinu sést Troy Dickerson keyra konu sína Kristin á sjúkrahús í Houston þann 28 júní en hún var farin af stað í fæðingu sonar þeirra Truett.

Nánast frá byrjun myndbandsins er Kristin viss um að þau eigi ekki eftir að ná á sjúkrahúsið og biður manninn sinn um að fara á annað sjúkrahús sem er nær. Troy reynir að hughreysta hana og gerir sér engan veginn grein fyrir hversu stutt er í að barnið fæðist.

Hjónin náðu að komast á sjúkrahúsið en barnið fæddist rétt eftir að hún stendur upp úr bílnum.  Þegar hún stendur upp finnur hún að höfuð barnsins er nánast komið niður, hér kemur samtal þeirra frá þeim tíma:

o-BABY-570

„Kristin ekki rembast strax, ekki rembast“ segir Troy

 

„Höfuðið er komið út!“ kallar hún. „Ég er ekki að grínast!“

 

“Oh crap” segir hann þegar hann og öryggisvörður, sem kom út með hjólastól, eru að reyna að sannfæra Kristin um að setjast í stólinn.

o-VALET-570

Þegar hún finnur að höfuð barnsins er í þann mund að koma út, biður hún manninn sinn um að grípa barnið áður en það fellur í jörðina. Það sem kemur þar á eftir á myndbandinu er ritskoðað en hægt er að heyra það sem fram fer. Þegar mynd kemur aftur á sést að hinn nýbakaði faðir er blóðugur á höndunum eftir að hafa tekið á móti barninu.

o-HAND-570

Þar á eftir sjást hjúkrunarfræðingar og annað heilbrigðisstarfsfólk koma hlaupandi út til að rétta hjálparhönd, en mesta vinnan er að baki.

Það vill þannig til að í þessu tilviki hafði faðirinn góðan tilsagnarmann því kona hans er fæðingarleiðbeinandi.

“Ég segi við þá sem ég leiðbeini að þetta muni aldrei koma fyrir þau, en ég kenni þeim samt réttu viðbrögðin til að minnka hræðslu þeirra ef þau skyldu nú lenda í þessu.” Sagði Kristin í samtali við fjölmiðla.

Hér er mynd af hinum nýfædda Truett, fæddan kl 2:05 að nóttu.

o-TRUETT-570

„Ég er hæstánægð að eiga myndbandið,“ sagði Kristin í samtali við fjölmiðla. „Ég er nú aðeins hikandi samt að leyfa fólki að sjá það því þetta er jú mjög innileg og persónuleg stund fyrir okkur en sem fæðingarleiðbeinandi er mjög gaman fyrir mig að geta sýnt nemendum mínum hvernig líkami okkar bregst hárrétt við.“

 

SHARE