Fæðingarsaga – Sindri Freyr

Sindri Freyr , fæddur á landspítalanum þann 29.ágúst 2011.

Þann 29.ágúst vakna ég upp úr 10 um morguninn eftir langann og góðan nætursvefn. Ég kem fram og bý mér til samloku þar sem mamma situr í sófanum og prjónar skírnarkjólinn á krílið. Hún hafði verið búin að vera hjá okkur í 5 daga því hún átti að vera viðstödd fæðingarinnar og hún býr út á landi.
Þegar ég er meira en hálfnuð með samlokuna finn ég eins og eitthvað sé að mýgleka hjá mér, ég hugsaði að það væri vatnið að fara en svo fór ég á klósettið og þá var það bara fersk blæðing. Halldór kærasti minn lá enþá sofandi en við öskrin í mér var hann ekki lengi að koma fram full klæddur og tilbúin að fara á spítalann.
Klukkan 11:40 erum við komin á hreiðrið og þar er ég sett í monitorinn og síðar svo skoðuð með andarnefju til að skoða blæðinguna og hún er þá svo mikil að ég þarf að vera sett á fæðingargang. Klukkan rúmlega 13 er ég sett á drip og hríðarnar byrja með fullu dampi, og það líður ekki á löngu þar til ég fer að nýta mér glaðloftið.
Eftir klukkutíma þá athuga þær útvíkkunina og hún stendur enn í 3 cm síðan á 34.viku, svo þær ákveða að sprengja á belginn. Þær buðu mér mænurótardeyfingu en ég neitaði henni, ég hata nálar og ég vildi helst reyna að sleppa þeim sem mest þar sem ég var nú þegar komin með þrjá æðaleggi.
Klukkan 15 er ég beðin um að fasta, og hríðarnar orðnar mjög slæmar og verri og verri með hverri hríð sem kom.
Klukkan 16:30 komu þær til að athuga útvíkkunina og hún stóð enn í 3cm svo þær hækkuðu drippið enþá meira, ég var farin að gráta í hverri hríð alveg sama þó glaðloftið hafi verið sett á fullann styrk.
Um 17:30 þá var ég að gefast upp, það leið valla mínuta á milli hverra hríðar og þær voru hrikalegar, svo þær athuguðu útvíkkun og enþá stóð hún í 3cm.
Ég bað um mænurótardeyfinguna , og svæfingarlæknirinn á vakt var akkurat í mat svo hann kom eitthvað um 18:30 .
Hann hét Davíð, þær sögðu að ég myndi alltaf muna nafnið hans og rétt var það.
Þegar hann hafði lokið sér af gat ég loksins andað almennilega í meira en 40 sek , það liðu kanski 5-10 mín í mesta lagi þegar hjartslátturinn hjá Sindra fór að hægja á sér og ég fór að missa massíft mikið af blóði, svo ljósmóðirin ákvað það ég færi í bráðakeisara.
Frá því að hún sér hjartsláttinn og blæðinguna og ég er komin á skurðarstofuna var kanski 3 min,
og ég fór ein ég vissi ekkert hvað var í gangi ég fattaði ekki einu sinni að spurja þetta gerðist svo hratt. Svo er mér hent á skurðarborð og svæfð.
Klukkan 19:25 fæddist fallegi strákurinn minn, Halldór fékk hann fyrst í hendurnar. Þeir komu fram með hans inn á fæðingarganginn.
Ég var vakin á gjörgæsluni og fékk að vita af þessu, og fékk að sjá litla strákinn minn á barnaspítalanum klukkutíma-einum og hálfum seinna og fékk hann í fangið.

Ég held ég hef aldrei verið jafn hamingjusöm þrátt fyrir erfiða fæðingu! <3

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here