Fæðingasaga – ,,Ég byrjaði að sjá óskýrt og leið hræðilega illa”

Fæðingarsaga – Sindri Freyr ( Ég var gengin 39v+2d.)
Fæddist 29 ágúst 2011.

Um klukkan 11 mánudagsmorgun 29.ágúst 2011 byrjar að blæða massíft mikið.
Ég fór a klósettið og athugaði það en það hélt bara áfram að blæða, ég hringdi á landspítalann og þeir báðu mig um að koma.
Um hálf tólf vorum við komin á sjúkrahúsi , kærastinn minn og mamma voru með.
Þar var ég sett í monitor í klukkutíma.
Hjartslátturinn var góður og allt leit vel út en þeir höfðu áhyggjur af blæðingunni.
Það kom svo læknir og ákvað að skoða mig á “kjallarasvæðinu”, út úr því kom að þetta var líklega fylgjulos og ég var komin 3 – 4 cm útvíkkun.
Ég var lögð inn á fæðingargang í stað hreiðursins þar sem við ætluðum að eiga.
Ljósmóðirin setti mig í monitor inn í herbergi og ég átti að vera þannig allan daginn.
Það hélt áfram að blæða á fullu og ljósan gerði varla annað en að skipta um bindi.
Hríðarnar byrjuðu svo loksins um 13:00 og ég fékk 2 parkodín við verkjunum sem virkuðu mjög takmarkað því að hríðarnar urðu heldur betur sterkar fljótt.
Um 4 leytið kom læknir og athugaði útvíkkunina og hún var komin í 4-5 cm og hún sprengdi belginn til að koma fæðingunni fyrr af stað.
Ég var orðin sárkvalin og hún bauð mér glaðloftið, og ég tók því að sjálfsögðu allt til að losna við þessa verki.
Það virkaði einnig takmarkað þangað til um 5 leytið þá þurfti að hækka styrkinn.
Ég var orðin frekar “high” á þessu glaðlofti en samt voru verkirnir hræðilegir og svo kíktu þær á útvíkkunina og hún var ennþá sú sama þrátt fyrir sterkar og reglulegar hríðir.

Það var svo ákveðið að setja mig á dripp sem á að auka hríðarnar alveg töluvert.
Hríðarnar urðu svo sannarlega sterkari og glaðloftið svo sannarlega ekki nógu sterkt þrátt fyrir að vera í mesta styrk.
Ég var farin að gráta af sársauka og bað um betri deyfingu.
Mér bauðst mænurótardeyfing og ég samþykkti það, svæfingalæknirinn kom svolitlu seinna sem hét Davíð, og hann bað mig um að vera kyrr og bein og með kryppu á bakinu.
Þegar deyfingin var sett í mig fann ég eins og kaldann straum um allan hrygginn, rosalega óþægilegt.
Allt í einu finn ég fyrir kulda í andlitinu og byrja að sjá óskýrt og líða hræðilega illa, og ég sé að ljósmóðirin er frekar alvarleg og kíkir í bindið mitt og sér að mér er að blæða mikið.
Hún biður aðra ljósmóðir að koma með einhvern lækni og svo fer sú ljósmóðir og leitar af honum, nokkrum sek seinna ýtir hún á einhvern takka og sírenur fara í gang og hún segir að ég þurfi að fara beint í keisara.
Ég spyr hvort kærasti minn megi koma með mér og hún segir bara “nei, þú verður strax svæfð og það kemur heilt lið af læknum og sækja mig og ég sé kærastann og mömmu með áhyggjusvip sem ég hræddist.
Svo hurfu þau bakvið hurðina sem ég var svo hrædd við á meðgöngu sem stóð á “skurðstofur”.
Ég var svæfð og það er það seinasta sem ég man þangað til ég vaknaði og sá eins og móttökuborð með tveimur konum fyrir aftan.
Fyrsta sem ég spyr var hvar kærasti minn væri.
Hann kom svo og sagði mér að við höfðum eignast lítinn fallegan strák og sagði mér að ég væri á gjörgæslu og ég hafi misst mikið blóð.
Ég grét af blendnum tilfinningum og fannst þetta rosalega ruglingslegt.
Hann kom í heiminn 19:25 og ég fékk ekki að sjá hann fyrr en um 21-21:30..
Rúminu var keyrt á barnaspítalann þar sem við sóttum hann á vökudeildina og ég fékk hann í fangið.
Svona fæddist þessi yndislegi prins og fyrsta nóttin var eins og draumur, ég svaf ekki dúr en ég var líka of upptekin af honum.

303534_10152424562805105_1033451727_nMyndin var tekin tveimur dögum fyrir fæðingu.

406026_10152424559390105_1920467954_nSindri Freyr

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here