Fæðingasaga – Hef verið ástfangin frá og með þeirri mínútu

Þetta byrjaði allt á mánudagsmorgni, 18 apríl 2011 þar sem ég átti að mæta í mæðraskoðun á Landsspítalanum.
Þar hitti ég ljósmóður sem heitir Eva og er yndisleg Þetta átti að vera bara venjuleg skoðun en samt í áhættumæðravernd
þar sem vikuna áður var ég komin með vott af meðgöngueitrun. Ég var orðin rosalega þreytt, slæm af bjúg og hætt að lítast
á þetta, og ljósmóðirin var sammála því. Ég var send í monitor og var þar í dágóðan tíma,
en ég átti samt von á því að geta bara keyrt aftur heim á Skagaströnd seinna
um daginn og haldið áfram að bíða eftir stráknum. En svo kemur Sigrún fæðingarlæknir inn til mín og segir mér að það hafði verið
tekin ákvörðun að leggja mig inn á sængurkvennagang og gangsetja fæðinguna 2 dögum síðar. Ég var alls ekki sátt við að vera lögð inn á spítala.

Að morgni 19 apríl er ég vakin og sett í monitor og læknunum leyst ekki á blikuna þar sem hjartslátturinn hjá syni
mínum var orðinn hægur og jókst ekki við hreyfingar og ákveðið að fara með mig í vaxtarsónar til þess að athuga með
fylgjustarfsemi og líðan barnsins.

Þar kom í ljós að fylgjan var orðin slöpp og ákveðið að fara með mig upp á fæðingargang og koma fæðingunni á stað. Elskulega mamma mín og
stóra systir mín voru með mér allan tímann og ég er svo þakklát fyrir að hafa þær.
Ég fékk fyrsta stíl kl 13 og dripp í æð, svoleiðis gekk það þar til 21 um kvöldið, þá var ég komin með 3 í útvíkkun og belgurinn sprengdur,
ég var með dripp í æð nánast allan tímann en kl 03 aðfaranótt miðvikudagsins 20 apríl var ég með 4 í útvíkkun og orðin
rosalega þreytt svo ljósmóðirin mín hún Bjarney ákvað að það væri best að fá mænurótardeyfingu og hjálpi mér!Ég sagði við mömmu mína að
það væri sko klárlega ekki sami maðurinn sem fann upp á fæðingu og mænurótardeyfingu! Ég gat loksins sofið smáá!

Í hádeginu 20 apríl var svo hjartslátturinn hjá barninu eitthvað farinn að stríða og var farið með einhverja víra í gegnum
leggöng og fest á höfuðið hans til þess að fylgjast með og einnig 3-4 sinnum farið í gegnum leggöng til þess að ná í blóðsýni
úr höfðinu hans. Alltaf var ég bara með 4 í útvíkkun og ekkert var að gerast þrátt fyrir stanslausa hríðarverki og samdrætti, kl 15 – 20 apríl
er mér tilkynnt að ef ekkert færi að gerast þá þyrfti ég að fara keisara. Þá fór allt að gerast og á einni klukkustund
fór ég úr 4 í 10 í útvíkkun.

Þegar ég var svo loksins komin með 10 í útvíkkun sagði ég við mömmu að ég væri hætt við! að ég vildi bara fara í keisara..

Ég fékk aldrei neina rembingstilfinningu en var samt látin rembast í klukkutíma og ég var orðin frekar pirruð og reið.
Kl 17:00 er mér svo rúllað inn á skurðstofu og þar fæ ég keisaradeyfinguna og mamma mín ætlaði að vera viðstödd keisarann,
en þegar ég var skorin fann ég fyrir rosalegum sársauka og var þá strax svæfð. Svo kom loksins að því að eftir allan
þennan tíma fæddist gullfallegi drengurinn minn, kl 17:46 og var hvorki meira né minna en 18 merkur og 56 cm Ég fékk svo að hitta drenginn nokkrum klst síðar og hef verið ástfangin frá og með þeirri mínútu.
485933_119217631585765_1767317800_n

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here