Megan Fox tengist barninu sínu, sem hún gengur nú með, á einstakan hátt. Megan kom fram í þætti Jimmy Kimmel á dögunum þar sem hún sagði að hún og barnið væru nú þegar farin að hafa samskipti. „Þú heyrir kannski ekki alvöru rödd, en þú heyrir skilaboð ef þú ert opin fyrir því,“ sagði Megan og tók sem dæmi: „Barnið vildi að ég myndi búa annars staðar svo við erum að flytja á allt annan stað í Los Angeles því ég held að barnið mitt vilji alast þar upp.“

Sjá einnig: Er Megan Fox með óléttubumbu?

Megan segist vera orðin nokkuð sjóuð í því að ganga með barn þar sem hún er búin að vera ófrísk annað hvert ár síðan 2012, en hún á tvö börn fyrir.

 

Birtist fyrst í amk, fylgiblaði Fréttatímans.

 

 

SHARE